Í samstarfi við ferðaþjónustuna í Grímsey efnir Akureyrarstofa til verðlaunaleiks þar sem einn heppinn þátttakandi getur unnið ævintýraferð fyrir tvo til Grímseyjar.
Veðrið hefur verið afar vont í Grímsey síðustu vikuna eða svo. Sjómenn tóku upp netin fyrir viku enda stefndi í að ekki yrði hægt að vitja þeirra á næstunni og því hætta á að net myndu skemmast og sömuleiðis aflinn.
Hátt í sextíu Grímseyingar voru heima yfir jól og áramót. En það hafa óvenjumargir Grímseyingar verið heima í vetur. Þar er ekkert skólahald og grunnskólabörn því í skóla á Akureyri og mæður þeirra fylgja þeim þangað.
Óvenju mannmargt hefur verið í Grímsey í haust, en nokkuð margir Grímseyingar sem alla jafna dvelja í landi á veturna hafa nú verið í eynni, þar með talið töluvert af börnum og unglingum sem hafa verið í fjar- og heimakennslu eins og víða annars staðar.