Unnið hefur verið að því í sumar að setja upp minningarsýningu í flugstöðinni í Grímsey um bandaríska fræðimanninn, og velgjörðarmann Grímseyinga, Daniel Williard Fiske. Hann sigldi til Íslands árið 1879, sá þá Grímsey við ystu sjónarrönd og tók sérlegu ástfóstri við eyjuna.
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins, Le Dumont Durville, kom til Grímseyjar föstudaginn 18. júní með viðkomu á Akureyri daginn eftir. Um borð voru 140 farþegar og 110 manna áhöfn.
Í dag fóru nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í flugi frá Akureyri til Grímeyjar og bólusettu þá eyjarskeggja sem áttu eftir að fá bólusetningu auk þess að sinna reglubundinni læknisheimsókn.
Í vinnslu er sýning um velgjörðarmann Grímseyinga, Willard Fiske. Sigríður Örvarsdóttir safnafræðingur og hönnuður hefur verið ráðin til verksins en það er í umsjón Akureyrarstofu.
Drög að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 - Breyting á svæði AT20 í Grímsey
Skipulagsráð Akureyrarbæjar kynnir, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.
Mikið er um að vera í Grímsey þessa dagana og jafnvel þótt veðrið sé heldur kaldranalegt þá er margt sem minnir á að sumarið er rétt handan við hornið.