Fréttir

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Jólin í Grímsey

Jóladagskrá Grímseyinga hófst liðna helgi og verður ýmislegt í boði næstu daga.
Lesa fréttina Jólin í Grímsey
Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð

Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð

Í dag, 11. nóvember, er haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.
Lesa fréttina Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð
Myndir: Valdimar Þengilsson

Valdimar gaf skírnarfont

Valdimar Jóhannsson, 95 ára trésmiður og stofnandi Ýmis Trésmiðju á Akureyri, kom í gær færandi hendi til Grímseyjar og gaf forláta skírnarfont til nýju Miðgarðakirkjunnar sem stefnt er að því að vígja næsta vor.
Lesa fréttina Valdimar gaf skírnarfont
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Gleðistund í Grímsey

Grímsey skartaði sínu fegursta í gær þegar heimamenn og fjöldi gesta komu saman í nýrri Miðgarðakirkju sem nú er fokheld. Þess var minnst að ár var frá því að Miðgarðakirkja, sem reist var 1867, brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum og því fagnað að ný kirkja er risin. Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.
Lesa fréttina Gleðistund í Grímsey
Mynd: Hilmar Páll Jóhannesson

Nýr bátur í Grímsey

Um helgina bættist við nýr bátur í flota Grímseyjar.
Lesa fréttina Nýr bátur í Grímsey
Ný Miðgarðakirkja í sólsetrinu. Mynd: Nikolai Galitzine.

Nýja kirkjan orðin fokheld

Að reisa byggingar í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefst mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar þarf að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, s.s. möl og sand. Varðskipið Þór, skip Landhelgisgæslu Íslands, lagði upp í reglulega eftirlitsferð frá Reykjavík í síðustu viku og tók með sér stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í gærmorgun kom skipið til Grímseyjar og efnið var flutt á gúmbátum í land. Fyrr í sumar kom skipið með timbur og grjót til kirkjubyggingarinnar.
Lesa fréttina Nýja kirkjan orðin fokheld
Mynd: Nikolai Galitzine

Ný kirkja rís í Grímsey

Skóflustunga að nýrri Miðgarðakirkju í Grímsey var tekin í byrjun maí á þessu ári og í sumar hefur verið unnið ötullega að uppbyggingunni og er verið að ljúka að reisa kirkjuna þessa dagana.
Lesa fréttina Ný kirkja rís í Grímsey
Mynd: Anne-Lise Stangenes

Eina lest Íslands?

Ferðamönnum fer fjölgandi í Grímsey og þar með talið einnig komum skemmtiferðaskipa en von er á 29 skipum í ár.
Lesa fréttina Eina lest Íslands?
Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía

Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía

Í dag færðu hjónin Hrafnhildur A. Hallgrímsdóttir og Kolbeinn I. Arason Grímseyjarkirkju veglega gjöf í formi eintaks af Guðbrandsbiblíu.
Lesa fréttina Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Sólstöðuhátíðin í Grímsey

Um helgina verður haldin árleg Sólstöðuhátíð í Grímsey. Dagskráin einkennist af góðri samveru og fögnuði nú þegar birtu nýtur allan sólarhringinn.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin í Grímsey
Magnús G. Guðmundsson sóknarprestur og Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar. Mynd Anna María Sig…

Sjómannadagur og prestur kvaddur

Sjómannadeginum var fagnað í Grímsey að venju í gær og á dagskrá var meðal annars sjómannadagsmessa og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla.
Lesa fréttina Sjómannadagur og prestur kvaddur