Fréttir

Sungið og spilað við miðnætursól. 
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir

Sól og blíða á Sólstöðuhátíðinni

Sólstöðuhátíðin í Grímsey var haldin um liðna helgi í sól og blíðu.
Lesa fréttina Sól og blíða á Sólstöðuhátíðinni
Ljósmynd: Valgerður Ósk Ómarsdóttir.

Sólstöðuhátíðin hefst á morgun

Á morgun föstudaginn 23. júní hefst Sólstöðuhátíð í Grímsey en þessi árlega bæjarhátíð er haldin í tilefni af sumarsólstöðum. Grímseyingar bjóða gestum og gangandi að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin hefst á morgun
Sæfari við höfn í Grímsey í dag. 
Mynd Halla Ingólfsdóttir

Sæfara fagnað

Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.
Lesa fréttina Sæfara fagnað
Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Krían mætt til Grímseyjar

Flestar tegundir farfugla eru komnar til Grímseyjar. Lundinn kom að vanda um miðjan apríl og fyrstu kríurnar sáust í byrjun vikunnar.
Lesa fréttina Krían mætt til Grímseyjar
Olíudreifingarskipið Keilir við höfn í Grímsey 
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Grímseyingar fengu áfyllingu

Olíubirgðir eyjarinnar voru á þrotum og því kærkomið að fá olíuskipið Keili í heimsókn í gær.
Lesa fréttina Grímseyingar fengu áfyllingu
Mynd: Básavíkin í Grímsey

Grímsey og Hrísey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða

Á föstudag var tilkynnt að 28 verkefni hljóti styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Verkefnið "Hrísey - greið leið um fornar slóðir" hlaut 27 milljónir króna og "Grímsey - bætt upplifun og öryggi" hlaut 6,8 milljónir króna, hvort tveggja eru verkefni sem Akureyrarbær sótti um fyrir hönd eyjanna.
Lesa fréttina Grímsey og Hrísey hljóta veglegan styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Áætlunarflugi fjölgað um eitt

Áætlunarflugi fjölgað um eitt

Farþegaflutningum verður sinnt með áætlunarflugi og verður flugferðum fjölgað úr þremur í fjórar á viku.
Lesa fréttina Áætlunarflugi fjölgað um eitt
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Samgöngur í fjarveru Sæfara

Grímseyjarferjan Sæfari fer í slipp í næstu viku og er síðasta ferð til og frá eyjunni þann 17.mars n.k.
Lesa fréttina Samgöngur í fjarveru Sæfara
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Jólin í Grímsey

Jóladagskrá Grímseyinga hófst liðna helgi og verður ýmislegt í boði næstu daga.
Lesa fréttina Jólin í Grímsey
Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð

Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð

Í dag, 11. nóvember, er haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.
Lesa fréttina Fjölmennt í Grímsey á Fiskehátíð
Myndir: Valdimar Þengilsson

Valdimar gaf skírnarfont

Valdimar Jóhannsson, 95 ára trésmiður og stofnandi Ýmis Trésmiðju á Akureyri, kom í gær færandi hendi til Grímseyjar og gaf forláta skírnarfont til nýju Miðgarðakirkjunnar sem stefnt er að því að vígja næsta vor.
Lesa fréttina Valdimar gaf skírnarfont