Tökulið á vegum BBC var í Grímsey í júlí að taka upp sjónvarpsefni um lífríki eyjarinnar. Þeir komu einnig í vor og tóku myndir þegar eggjatínsla stóð sem hæst. Upptökurnar í Grímsey verða hluti af kvimyndinni "Fótspor risanna" sem fjallar um mannlíf og náttúru Íslands og er tekin upp á einu ári. Myndin verður sýnd í Bretlandi að ári.
Á bloggsíðu kvikmyndagerðarfólksins má m.a. lesa um ferðina til Grímseyjar í vor og skoða margar fallegar myndir úr eyjunni.