Áætlun um að styrkja stöðu Grímseyjar
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á innanríkisráðherra að hrinda í framkvæmd þeim aðgerðum sem snúa að samgöngumálum Grímseyinga og voru samþykktar af ríkisstjórninni í nóvember í fyrra. Þetta kemur fram í bókun ráðsins þann 15. september þegar ráðið fjallaði um stöðu málefna Grímseyjar og byggðaþróunarverkefnisins Brothættar byggðir.
27.09.2016 - 10:32
Lestrar 290