Fréttir

Bættar samgöngur

Bættar samgöngur

Áætlunarferðum ferjunnar Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar hefur verið fjölgað úr þremur í fjórar á viku yfir vetrartímann og þær eru fimm á viku á sumrin.
Lesa fréttina Bættar samgöngur
Mynd: Karen Nótt Halldórsdóttir
Frá afmæliskaffi björgunarsveitarinnar Sæþórs

Afmælisfögnuður í Grímsey

Síðastliðinn mánudag, 29. janúar, fagnaði Slysavarnarfélagið Landsbjörg 90 ára afmæli og af því tilefni var boðið í kaffi og köku hjá öllum deildum félagsins um land allt.
Lesa fréttina Afmælisfögnuður í Grímsey
Sóknarnefnd Miðgarðarkirkju: Þorgerður Guðrún Einarsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Alfreð Garðars…

Nyrsta kirkja Íslands fagnar 150 ára afmæli

Um helgina var 150 ára afmæli Miðgarðakirkju í Grímsey fagnað en hún var byggð úr rekaviði árið 1867. Séra Magnús Gunnarsson, sóknarprestur Dalvíkurprestkalls, sá um hátíðarstund í kirkjunni. Síðan bauð sóknarnefnd til velgjörða í félagsheimilinu Múla þar sem séra Magnús og Ívar Helgason tónlistamaður spiluðu á harmonikku, sungu og sögðu sögur.
Lesa fréttina Nyrsta kirkja Íslands fagnar 150 ára afmæli
Tveir nemendur í Grímseyjarskóla við vegginn góða.

Íslenskt í grunnskólum bæjarins

Krakkar í grunnskólum Akureyrarbæjar héldu dag íslenskrar tungu hátíðlegan í gær, heiðruðu minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar og fundu upp á ýmsu sem gæti orðið til að auðga og efla íslenskuna.
Lesa fréttina Íslenskt í grunnskólum bæjarins
Orbis et Globus vígt í Grímsey

Orbis et Globus vígt í Grímsey

Í dag fór fram í Grímsey vígsla á listaverkinu Orbis et Globus sem er nýtt kennileiti fyrir heimsskautsbauginn eftir Kristinn E. Hrafnsson og Steve Christer hjá Studio Granda.
Lesa fréttina Orbis et Globus vígt í Grímsey
Kletturinn Borgin í Grímsey.
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Fimm verkefni í Grímsey hlutu styrk

Auglýst var eftir styrkumsóknum í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey í maí 2017. Til úthlutunar voru sex milljónir króna. Frestur til að skila inn umsóknum var til 31. maí og bárust alls fimm umsóknir um styrki.
Lesa fréttina Fimm verkefni í Grímsey hlutu styrk
Strætisvagninn ekur í land í Grímsey. Mynd: Halla Ingólfsdóttir

Leið 1 í Grímsey

Fyrsti almenningsvagn í sögu Grímseyjar kom til eyjarinnar fyrir rúmri viku. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar ehf. festi kaup á strætisvagninum sem tekur 23 farþega í sæti.
Lesa fréttina Leið 1 í Grímsey
Hjólandi til Grímseyjar

Hjólandi til Grímseyjar

Margir taka ástfóstri við Grímsey og einn þeirra er þjóðverjinn Martin Zalewski sem hefur lagt leið sína til Grímseyjar árlega síðan 2009 og valdi jafnframt að trúlofaðist konu sinni í eyjunni fyrir tveim árum.
Lesa fréttina Hjólandi til Grímseyjar
Mynd: María Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2016 og 2017, eða kr. 6.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins í Grímsey.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Ferjan Sæfari

Fjölgun ferða til Grímseyjar

Ferðum ferjunnar Sæfara til og frá Grímsey verður fjölgað um tvær á viku í sumar og verður þá siglt alla daga vikunnar nema á fimmtudögum og laugardögum. Nýja áætlunin gefur því ferðafólki sem kemur með ferjunni kost á að dvelja a.m.k. í sólarhring í eyjunni og kynnast þar með þessum einstaka stað betur en áður var í boði.
Lesa fréttina Fjölgun ferða til Grímseyjar
Símamynd af servíettunni.

Grímsey á servíettu

Til Grímseyjar komu í haust hjónin Lynnette og Paul Metz frá Wisconsin í Bandaríkjunum og höfðu með sér meriklega servíettu sem hafði farið víða. Á servíettuna var teiknað harla ónákvæmt kort af Íslandi og merktir inn á það nokkrir staðir sem þau þyrftu að heimsækja, þar á meðal voru Þingvellir, Gullfoss, Geysir og Grímsey.
Lesa fréttina Grímsey á servíettu