Sólstöðuhátíð í Grímsey

Sólstöðuhátíð verður haldin í Grímsey um næstu helgi. Þetta er í þriðja sinn sem slíkt hátíð er haldin. Það er kvenfélagið Baugur sem stendur að hátíðinni en hátíðarstjóri er Gísli Sigurgeirsson.

Margt verður sér til gamans gert, enda Grímseyingar gestrisnir og góðir heima að sækja. Vegleg ljósmyndasýning verður sett upp við höfnina og víðar um eyjuna. Flestar myndirnar eru eftir Friðþjóf Helgason, ljósmyndara og kvikmyndagerðarmann, sem á ættartengsl við Grímsey. Fyrir hádegi á laugardaginn verður boðið  upp á gönguferð með leiðsögn Bjarna Magnússonar sem er síðasti hreppsstjóri á Íslandi. Lífið í Grímseyjarbjörgum er ólýsanlegt á þessum árstíma. Heimamenn ætla að sýna bjargsig og meðal þeirra er hreppsstjórinn, sem er að verða áttræður. Bjarni segir  eggin fjörgandi, enda telja ?sérfræðingar? sannað, að flestir Grímseyingar séu fæddir níu mánuðum eftir eggjatíð.

Álftagerðisbræður verða með tónleka í félagsheimilinu á föstudagskvöldið og Gunnar Þórðarson heldur tónleika í Miðgarðakirkju á laugardeginum. Þá verða einnig uppákomur við höfnina, boðið upp á sjóferðir umhverfis eyjuna og einnig geta gestir fengið að reyna sig á sjóstöng.

Hápunktur hátíðarinnar verður sælkeraveisla í félagsheimilinu, þar sem kvenfélagskonur bera fram ?konfekt? úr matarkistu eyjarinnar, sem þær matreiða undir stjórn Gunnars Karls Gíslasonar, matreiðslumeistara á veitingastaðnum Dill í Norræna húsinu í Reykjavík. Gunnar Karl er í kokkalandsliðinu og hefur á undanförnum sólstöðuhátíðum komið Grímseyingum og gestum þeirra á óvart með óvenjulegum réttum. Hann notar eingöngu hráefni úr matarkistu eyjarinnar; fisk, fugl, hrefnu, höfrung, svartfuglsegg, skarfakál og stolinn rabbarbara, svo nokkuð sé nefnt.

Dagskrá Sólstöðuhátíðarinnar er að finna HÉR.

Grimsey_Bjarni

Bjarni hreppsstjóri ætlar að bregða sér í bjargið þótt nær áttræður sé og hann ætlar einnig að bjóða upp á listitúra í kerru sem gæðingurinn ?Mö? verður spenntur fyrir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan