Í síðasta mánuði fóru 13 skólakrakkar úr Grunnskóla Grímseyjar í þriggja daga skólaferðalag til Akureyrar. Krakkarnir tóku sér íbúð á leigu á besta stað í miðbæ Akureyrar og fóru víða. Á meðal viðkomustaða voru Skautahöllin, Hlíðarfjall, Sundlaug Akureyrar, LazertagAk og Keiluhöllin auk þess sem farið var í bíó og út að borða.
Ferðin var í alla staði vel heppnuð og krakkarnir skemmtu sér vel.
Meðfylgjandi mynd er tekin af öllum hópnum á Glerártorgi.