Undanfarið hafa verið miklar framkvæmdir í gangi í Grímsey. Búið er
að leggja nýtt slitlag á flugbrautina og á veginn frá flugvellinum og að höfninni. Í nótt var síðan unnið að því
að leggja nýtt slitlag á göturnar í þorpinu. Fyrirtækið Árni Helgason ehf. á Ólafsfirði sér um framkvæmdirnar og er
með um 10 manna hóp í verkefninu sem er kostað af Isavia, Vegagerðinni og Akureyrarbæ.