Rétt um 1.500 manns tóku þátt í leik sem Akureyrarstofa stóð fyrir í samstarfi við ferðaþjónustuaðila í Grímsey. Í verðlaun var haustferð til Grímseyjar fyrir tvo og var nafn Guðmanns R. Hilmarssonar í Reykjavík dregið úr hattinum. Guðmann ætlar að skella sér norður fyrir heimskautsbaug með eiginkonu sinni Hrönn Ægisdóttur í næsta mánuði.
Spurt var um þvermál nýja táknsins um heimskautsbauginn og er rétt svar þrír metrar. Guðmann og frú fá í verðlaun siglingu fram og til baka með Sæfara til Grímseyjar, gistingu á Básum og Gullsól, kvöldverð á veitingastaðnum Kríunni og reiðhjól til umráða meðan á dvöl í eyjunni stendur.
Siglt er 4 daga vikunnar til Grímseyjar haust/vor, 5 daga vikunnar á sumrin og 3 daga vikunnar á veturna. Stoppið er frá 2 upp í 5 klst. allt eftir tíma árs og vikudegi.