Lundavarpið gekk vel í ár og hefur lundinn nú þegar að mestu yfirgefið eyjuna. Í Grímsey hafa pysjurnar alltaf átt greiða leið út á sjó og því ekki þurft að aðstoða þær með sama hætti og gert er til dæmis í Vestmannaeyjum. Í ár varð þó einhver breyting þar á og hafa íbúar í Grímsey þurft að aðstoða þónokkrar pysjur sem villtust að húsum í eynni við að komast út á sjó.
Lundinn yfirgefur eyjuna yfirleitt um miðjan ágúst og mætir á ný að vori eða um miðjan apríl.