Kynjaverur við höfnina

Í sumar var haldið námskeið fyrir grunnskólabörn í Grímsey og var áherslan á skrímsli og kynjaskepnur. Unnið var út frá bókinni "Íslenskar kynjaskepnur" eftir Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson og var kennari námskeiðsins Brynhildur Kristinsdóttir.

Börnin bjuggu til sínar eigin kynjaskepnur og var afraksturinn glæsilegur eins og sjá má á myndinni. Verkin eru unnin úr rekavið og pappamassa og máluð með akrýllitum. Á námskeiðinu var einnig lokið við fallegt veggverk sem byrjað var á í fyrra sumar á sambærilegu námskeiði þar sem áherslan var á fugla.
Kynjaverurnar verða til sýnis á hafnarsvæðinu í sumar þegar veður leyfir.

Menningarsjóður Eyþings styrkti námskeiðið og var það unnið í samstarfi við kvenfélag staðarins.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan