ÍBÚAÞING Í GRÍMSEY DAGANA 1.- 2. MAÍ

MYnd: María Helena Tryggvadóttir.
MYnd: María Helena Tryggvadóttir.

Síðastliðið sumar ákvað Byggðastofnun að Grímsey yrði eitt þriggja nýrra byggðarlaga sem taka þátt í verkefninu "Brothættar byggðir" en sótt var um fyrir tólf byggðarlög. Fyrir náði verkefnið til fjögurra byggðarlaga, þannig að nú eru þau sjö talsins.

Gengið var frá samstarfi við Akureyrarbæ, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar (AFE) og Eyþing og skipuð verkefnisstjórn sem í sitja fulltrúar þessara aðila, auk tveggja fulltrúa íbúa og eins til vara.

Í nóvember sl. var Helga Íris Ingólfsdóttir ráðin sem verkefnisstjóri á vegum Akureyrarbæjar vegna þessa verkefnis og mun hún sinna bæði Hrísey og Grímsey og starfa náið með verkefnisstjórninni.

Sunnudaginn 1. maí kl. 17 verður haldið íbúaþing í Grímsey í félagsheimilinu Múla og verður því fram haldið mánudaginn 2. maí.  Tilgangur þingsins er að fá fram áherslur íbúa á framtíð og framtíðarmöguleika Grímseyjar.

Nánari upplýsingar um fundinn má finna hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan