Árlegir Grímseyjardagar verða haldnir 5. - 7. júní. Þá gera Grímseyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr hafinu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna og skoða sig þar um. Nú er fuglalífið í miklum blóma og auðvelt að skoða svartfuglinn, m.a. lunda, langvíu og álku.
Dagskrá Grímseyjardaga 2015:
Föstudagurinn 5. júní:
17.00 Bjargsig
20.00 Ratleikur
22.30 Varðeldur, söngur og spil
Laugardagurinn 6. júní:
12.00 Sjómannadagskrá við bryggjuna og leikir í framhaldi af henni
19.00 Hið margrómaða sjávarréttahlaðborð og dansleikur á eftir
Sunnudagurinn 7. júní:
14.00 Bátsferðir kringum eyjuna (háð veðri)
Í Grímsey er matvöruverslunin Búðin, veitingastaðurinn Krían, handverkshúsið og kaffihúsið Gullsól, sundlaug og Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar. Gistiheimili eru Básar (sími 467 3103) og Gullsól (sími 467 3190) og einnig er tjaldsvæði í eyjunni.
Hægt er að komast til Grímseyjar með flugi (bókað á flugfelag.is) og ferjuferðir eru á miðvikudag, föstudag og mánudag frá Dalvík kl. 9.00. Hægt er að panta far með ferjunni HÉR eða hringja í síma 458 8970.