Í dag fóru nokkrir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í flugi frá Akureyri til Grímeyjar og bólusettu þá eyjarskeggja sem áttu eftir að fá bólusetningu auk þess að sinna reglubundinni læknisheimsókn.
Alls voru 16 bólusettir í þessari ferð með bóluefni frá Jansen og þurfa því ekki fleiri bólusetningar að sinni.
Alls eru um 40 manns í Grímsey um þessar mundir og höfðu því margir nú þegar fengið bólusetningu í landi. Það munar miklu fyrir íbúa að fá þessa þjónustu út í eyju því það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að ferðast til Akureyrar til að fá sprautuna.