Grímseyingur nr. 1

Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson.
Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson.

Helgi Daníelsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og landsliðsmarkvörður í fótbolta, varð nýlega áttræður og þegar hann kom til Grímseyjar á dögunum héldu Grímseyingar honum óvænta afmælisveislu í Múla, félagsheimili eyjarinnar. Helgi Dan, eins og hann er oftast nefndur, var í Grímsey ásamt syni sínum Friðþjófi Helgasyni þar sem þeir settu upp ljósmyndasýningu með Grímseyjarmyndum en myndirnar verða til sýnis í félagsheimilinu í sumar.

Helgi á ættir sínar að rekja til Grímseyjar þar sem móðir hans ólst upp frá 5 ára aldri. Grímsey hefur ætíð verið Helga hugleikin og hefur hann unnið ötullega að því að koma eyjunni á framfæri meðal annars með útgáfu bæklinga, póstkorta og bóka. Merkasta ritið er eflaust bókin “Grímsey og Grímseyingar: íbúar og saga” sem gefin var út árið 2003. Bókin er ríflega 500 blaðsíður og hefur m.a. að geyma mikinn fjölda ljósmynda frá fortíð og nútíð. Þar má einnig finna ábúendatal eyjarinnar frá 1890, frásagnir um Fiske og ýmsan annan fróðleik um líf og staðhætti í eyjunni.

Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan