Í nýrri grein vísindamiðilsins PNAS, Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America, segir frá áður óþekktri hegðun villtra fugla sem áður hefur einungis verið þekkt hjá prímötum og fílum, þ.e. notkun á hlutum í hagnýtum tilgangi.
Staðfest hefur verið í tveimur tilvikum að lundi noti priki til að klóra sér, annars vegar á varpstöðvum í Wales og hins vegar í Grímsey.
Hægt er að skoða greinina í heild sinni og upptökuna af Grímseyjarlundanum hér.