Mikið er um bjargfugla í Grímsey og er þar löng hefð fyrir eggjatöku. Vegna kulda í vor hefur eggjatökunni seinkað talsvert eða um 10 daga. Fyrstu ferðir í björgin voru farnar fyrir um 2 vikum síðan og voru þessar myndir teknar um liðna helgi þegar lagt var í björgin á ný.