Ég var einu sinni frægur sýnt í Grímsey

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Leikritið Ég var einu sinni frægur var sýnt í félagsheimilinu Múla í Grímsey um helgina. Grímseyingar fjölmenntu á sýninguna en alls mættu 50 manns og skemmtu sér vel. í leikritinu leika þeir Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal sjálfa sig sem gamla, bitra og geðilla leikara sem halda jafnframt að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.

Undanfarna daga hefur verið mikil veðurblíða í Grímsey og miðnætursólin skartað sínu fegursta.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan