Annasöm helgi

Kjörgögn á leið í land frá Grímsey.  Myndir: Anna María Sigvaldadóttir
Kjörgögn á leið í land frá Grímsey. Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Grímsey er ein af fámennari kjördeildum landsins. Þar voru 51 á kjörskrá í kosningunum um helgina og kusu allir sem voru á staðnum eða 60% kjörskráðra.

Kosið var í félagsheimilinu Múla sem opnaði kl. 9 um morguninn og var kosningu lokið kl. 12.00 á hádegi.

Til að koma atkvæðunum til Akureyrar í tæka tíð fyrir talningu sigldu systkinin Bjarni Reykjalín og Lilja Sif Magnúsdóttir með kjörkassann til Dalvíkur á fiskibát, um 2 klst. siglingu hvora leið. Þar var kjörkassinn afhentur lögreglunni á Tröllaskaga áður en snúið var aftur heim á leið til að ná í tæka fyrir kosningarsjónvarpið.

Á sunnudeginum var síðan margt um manninn úti í eyju. Karlakór Eyjafjarðar mætti með 25 söngmenn til að fagna sjómannadeginum með heimafólki og héldu þeir tónleika í félagsheimilinu Múla. Eftir tónleikana buðu kvenfélagskonur upp á dýrindis kaffihlaðborð á sama stað. Margir ferðamenn voru í eyjunni á sama tíma og komu sumir þeirra í kaffiboðið en alls komu um 60 manns með ferjunni þennan dag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan