UPPI OG NIÐRI OG ÞAR Í MIÐJU – eru tónleikar Önnu Jónsdóttur sem haldnir verða á Emelíuklöppum í Grímsey, laugardaginn 20.júlí, kl. 15.00.
Anna er sópransöngkona og á tónleikum sínum víða um land syngur hún íslensk þjóðlög. Á ferð sinni velur hún helst sérkennilega staði fyrir tónlist sína: hella, vita, lýsistanka og stuðlabergsklappir – staði sem búa yfir góðum hljómburði og dulúð. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.