Kæru safngestir! Það er vetur og ekki óalgengt að sjá fannhvíta jörð. Traffíkin var róleg í morgun, en jókst svo.
Hlýjan er samt alltaf mikil inni á safninu og gott að vera hér. Fólk lærir, les og slappar af. Les blöðin, tímarit, velur bækur eða myndir til að taka með heim. Á að baka? Við eigum kökuform til útláns. Á að drekka kaffi eða kakó? Við eigum múmínkönnurnar í það.
Hafið það yndislegt og sjáumst hress á Amtinu!