Skiptimarkaður: frístundabúnaður barna

Við á Amtsbókasafninu ætlum að halda áfram með mánaðarlega skiptimarkaði í vetur. Við fengum ábendingu síðasta vetur um að hafa þá í heila viku í senn og verðum að sjálfsögðu við því. Septembermarkaðurinn verður því alla næstu viku frá 16. - 22. september 2024. Hann verður á borðum inni í kaffiteríu. Við minnum á að ekki þarf að koma með eitthvað til að taka annað og öfugt, það má koma með eitthvað án þess að taka eitthvað.

Í tilefni byrjun nýs skólaárs verður hann helgaður frístundum og íþróttum barna. Við óskum eftir hverskonar fatnaði eða búnaði sem börn nota í frístundar- og íþróttastarf. Þegar skiptimarkaði lýkur förum við með restina í Rauða krossinn.

Dæmi um hluti sem hægt er að koma með:
-Sundgleraugu
-Fimleikaföt
-Fatnaður eða annað merkt félögunum
-Fótboltaskór
-Innanhússkór
-Stuttbuxur
-Sundföt
-Skautar
-Ullarföt undir skíðaföt
-Skíðastafir
-Dansfatnaður
-o.s.frv.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan