Ritlistarsmiðja - Draugasögur
13. apríl kl. 11-13:30
Rithöfundurinn og kennarinn Markús Már Efraím kennir 8-14 ára börnum hvernig eigi að skrifa draugalega hrollvekju sem heldur vöku fyrir foreldrum. Markús er skólastjóri rithöfundaskólans í Gerðubergi og hefur kennt yfir 500 krökkum að skrifa sögur, þar á meðal hrollvekjur sem hafa verið gefnar út á bók og birst reglulega í Stundinni okkar. Hrekkjavakan er ekki fyrr en í haust en það er aldrei of snemmt að hræða fjölskyldumeðlimi og vini. Ókeypis er í ritsmiðjuna.
Ritlistarsmiðjan nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.
Aðeins 15 komast að og því er um að gera að vera snögg/-ur að skrá sitt barn. Eingöngu verður tekið á móti skráningu á berglind@akureyri.is
Ritsmiðjan er partur af viðburðaröð í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í annað sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 9.-14. apríl. Hægt verður að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak