Barnamenningarhátíð: Ritlistarsmiðja - Draugasögur

„Ótti er jafn mikill hluti af tilveru barna og fullorðinna, og með lestri (og ritun) hrollvekja getu…
„Ótti er jafn mikill hluti af tilveru barna og fullorðinna, og með lestri (og ritun) hrollvekja getum við tekist á við ótta okkar í öruggu umhverfi og fáum útrás fyrir erfiðar tilfinningar“ - Markús Már Efraím

Ritlistarsmiðja - Draugasögur
13. apríl kl. 11-13:30

Rithöfundurinn og kennarinn Markús Már Efraím kennir 8-14 ára börnum hvernig eigi að skrifa draugalega hrollvekju sem heldur vöku fyrir foreldrum. Markús er skólastjóri rithöfundaskólans í Gerðubergi og hefur kennt yfir 500 krökkum að skrifa sögur, þar á meðal hrollvekjur sem hafa verið gefnar út á bók og birst reglulega í Stundinni okkar. Hrekkjavakan er ekki fyrr en í haust en það er aldrei of snemmt að hræða fjölskyldumeðlimi og vini. Ókeypis er í ritsmiðjuna. 

Ritlistarsmiðjan nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Aðeins 15 komast að og því er um að gera að vera snögg/-ur að skrá sitt barn. Eingöngu verður tekið á móti skráningu á berglind@akureyri.is


Ritsmiðjan er partur af viðburðaröð í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri sem haldin verður í annað sinn nú í ár. Hátíðin mun standa 9.-14. apríl. Hægt verður að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.

Myllumerki Barnamenningarhátíðar á Akureyri er #barnamenningak

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan