Kæru safngestir! Þriðjudaginn 9. júlí og miðvikudaginn 10. júlí verður Oddeyrargata lokuð fyrir umferð frá Krabbastíg að Hólabraut.
Lokunin er nauðsynleg vegna framkvæmda við gönguþverun yfir Oddeyrargötu og er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Við höldum hins vegar áfram að taka eins vel á móti ykkur og við getum hér á safninu, því hjá okkur gerast ævintýrin!