Ný heimasíða á leiðinni

Kæru safngestir! Síðustu vikur hafið þið kannski tekið eftir örlítið minni virkni á heimasíðunn okkar flottu, en útskýringin er einföld: Frá því í fyrra hefur verið unnið að nýju útliti og vefumsjónarkerfi fyrir Akureyrarbæ og Amtsbókasafnið er hluti af því.

Að mörgu er að huga og hætt er við því að einhverjir hnökrar láti ljós sitt skína, en við höldum áfram ótrauð. Síðan fer í loftið nálægt næstu mánaðamótum og við munum auðvitað auglýsa það vel. Veffangið verður það sama en útlitið og virknin öðruvísi. Eflaust mun einhverjum ykkar finnast þetta ansi miklar breytingar, en þannig er það nú ansi oft. Við erum fullviss um að þetta nýtist ykkur betur og má t.d. nefna að nýja útlitið mun virka mun betur á símum heldur en það sem er núna.

Við hlökkum til að sýna ykkur nýja útlitið og þökkum fyrirfram fyrir þolinmæðina sem þið sýnið okkur :-) 

             F.h. starfsfólks Amtbókasafnsins,

                     Doddi ritstjóri amtsbok.is 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan