Maxímús Músíkús ætlar að heimsækja Amtsbókasafnið miðvikudaginn 4. apríl kl.16:00.
Hallfríður Ólafsdóttir verður með kynningu á músinni kátu og segir frá ævintýrum hennar.
Maxímús Músíkús er lítil mús sem villist inn í tónlistarhús þar sem sinfóníuhljómsveit er að hefja æfingu. Maxi fylgist með æfingunni, lærir eitt og annað um hljóðfæri og gefst að lokum tækifæri til að hlusta á tónleika innan um prúðbúna tónleikagesti.
Sagan um Maxímús er skrifuð af Hallfríði Ólafsdóttur, 1. flautuleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands, og myndirnar teiknaði starfsbróðir hennar í hljómsveitinni, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari.
Allir hjartanlega velkomnir og við hlökkum til að sjá ykkur! – Starfsfólk Amtsbókasafnsins:-)
Hér er skemmtileg umfjöllun um Maxímús : http://www.sagenhaftes-island.is/bok-manadarins/nr/2353
Og hér er fróðleikur um bókina : http://www.sinfonia.is/fraedslustarf/fraedslustarf/maximus-musikus/bokin/