Jakobsvegurinn í máli og myndum
Eyfirski safnadagurinn / Sumardagurinn fyrsti, 25. apríl kl. 13.00
Hjónin Gísli Einarsson fréttamaður og Guðrún Hulda Pálmadóttir bókari hjá Borgarbyggð gengu JAKOBSVEGINN vorið 2017. Þau lögðu af stað þann 29. apríl frá St.Jean Pied de Port í Frakklandi og komu til til Santiago de Compostela á Spáni 31 degi og 776.2 km síðar. Gísli og Guðrún munu rekja ferðasögu sína í máli og myndum á Amtsbókasafninu á eyfirska safnadaginn / sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl kl. 13:00.
ATHUGIÐ: Þann 25. apríl verður Amtsbókasafnið opið kl. 12:30-14:30. Á þeim tíma verður sjálfsafgreiðsla.
Jakobsvegur eða Vegur heilags Jakobs er ein þekktasta pílagrímaleið í Evrópu. Vegurinn hefur verið farbraut manna í meira en þúsund ár og var ein megin pílagrímaleið kristinna manna á miðöldum. Ferð um Jakobsvegin var talin veita syndaaflausn samkvæmt kaþólsku kirkjunni.
Síðustu áratugina hafa tugir þúsunda kristinna pílagríma og annarra ferðamanna lagt upp í för til Santiago de Compostela.
Verið öll velkomin!