(svarmynd neðst) Kæru safngestir! Síðasti dagur febrúar 2025 og níunda föstudagsþrautin mætt. Litla búðin okkar verður fyrir valinu að þessu sinni.
Þarna má margt gullið finna og sum segja að þetta séu til dæmis bestu könnurnar/bollarnir fyrir kaffið og/eða kakóið! Morgunverður smakkast rosalega vel upp úr skálunum og svo eru skærin svo góð og endast lengi! Bókamerki? Auðvitað! Glös? Já! Endurskinsmerki? Glóandi já.
Breytingarnar eru sjö að þessu sinni (eins og fjöldi vikudaganna) og rétt svör koma eftir helgi! Munið að safnið er opið á laugardögum 11-16!
Góða helgi!
Rétt svör: