(svar komið - neðst) Kæru safngestir! Við starfsfólkið á Brekkugötu 17 höfum gaman af því að bregða á leik og í þessari viku datt okkur í hug að koma öll með eitthvert nammi sem við höfðum ekki smakkað áður! Jú jú, einhver höfðu smakkað þetta og hitt og önnur höfðu smakkað næstum allt eða ekkert, en samansafnið má sjá á myndinni sem við notum í þraut vikunnar.
Og auðvitað er þetta eins og venjulega: finnið fimm breytingar á milli mynda.
(e.s. - á þessum tíma þegar þetta er skrifað, þá er hellingur ennþá eftir og við verðum extra sæt eflaust næstu daga)
Góða helgi og munið: opið á laugardögum 11-16 og rétt svar kemur hér eftir helgi!
Rétt svar: