(svar komið) Föstudagsþraut 2025 nr. 11 - Barnadeildin "nýja" og tíu breytingar!

(svar neðst) Kæru safngestir, lánþegar og heimasíðuunnendur! Það eru breytingar í gangi á vefsíðunni okkar og við þökkum sýnda þolinmæði. En glæsileg barnadeildin okkar varð enn glæsilegri með smá breytingum og því er föstudagsþrautin að þessu sinni tileinkuð henni!

Glerveggurinn í barnadeildinni er nú farinn og það er eins og deildin hafi stækkað töluvert. Nýtt skipulag er komið í gang og plássið verður vonandi áfram vel nýtt - mögulega meira.

Breytingarnar að þessu sinni eru tíu talsins! Já, tíu! Af hverju? Ja... af hverju ekki?

Þið vitið hvernig þetta virkar og fáið svo réttu svörin hingað í færsluna eftir helgi!

Vonandi eigið hana góða og munið að það er opið á laugardögum hjá okkur 16. september - 15. maí. 

 

Mynd úr barnadeild Amtsbókasafnsins þar sem sjást hillur með bókum, alls kyns taudýr, skrifborð með starfsmanni sitjandi við það

 

Rétt svar:

Mynd úr barnadeild Amtsbókasafnsins

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan