(svar) Föstudagsþraut 2024 nr. 28 - Potterdagurinn og fimm breytingar!

(svar) Kæru HP- og þrautaelskandi safngestir og velunnarar! Föstudagur er hér og fylgifiskur hans er þrautin vinsæla. Þar sem vinur okkar Harry Potter á afmæli eftir 5 daga, þá er þrautin tileinkuð honum. Finnið fimm breytingar!

Og fyrst við erum að minnast á Harry, þá má auðvitað minna á Potterdaginn mikla 31. júlí hér á Amtsbókasafninu. Sá dagur er auðvitað í viðburðadagatalinu okkar og þið ættuð endilega að kíkja þangað og/eða á samfélagsmiðlana okkar til að sjá frábæra dagskrá dagsins!

En þangað til, þá skuluð þið glíma við þrautina og rétt svar kemur auðvitað eftir helgi!

Eigið hana góða!

Trjágreinar í kassa, og uglubrúða í fuglabúri

 

Rétt svar:

Greinar í plastkassa og leikfangaugla í búri

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan