Kæru þrautaelskandi safngestir! Tíminn líður hratt og febrúar byrjaður. Fjórða þraut ársins er af 4to-taginu* og gengur út á að finna fimm vitleysur. Myndin sem fylgir fréttinni er með „réttu“ og „vitlausu“ myndina saman (bleikt strik í gegn). Svo er hægt að kíkja á þær aðskildar hér að neðan.
* 4to er kóði hjá okkur fyrir stórar bækur sem komast flestar ekki í hillur með hinum bókunum. Þessar 4to (kvartó) bækur eru í norðaustur horni hússins á 2. hæð og þar má finna hlýlegt horn með þægilegum stólum og borði. Svo gott og kósí að vera þarna!
En já ... fimm villur / vitleysur / frávik / öðruvísi (mismunandi birtustig eða nákvæmur skurður mynda er ekki til umræðu), og vonandi njótið þið vel!!!
Góða helgi!
(opið á laugardögum í vetur 11-16)
Hér fyrir neðan er búið að setja rauðan hring utan um vitleysurnar. A) Önnur af bókunum frá fyrri myndinni hefur verið tekin úr hillu. B) Bókin Flóra Íslands komin í staðinn fyrir Náttúruna. C) (snúið!!) Þarna er búið að endurraða þremur bindum (var 1., 2. og 3. bindi, er þarna 2., 1. og 3. bindi). D) Önnur bókin komin á hvolf. E) Hjarta Íslands hefur breyst í Hjarta Írlands. - Hversu mörgum náðir þú??