Kæru safngestir. Það er alltaf líf á bókasafninu ykkar og við reynum okkar besta að bjóða upp á það sem þið viljið. En hvernig er ferill hins hefðbundna safngagns?
Auðvitað eru einhver frávik, en það má segja að hinn hefðbundni ferill sé á þessa leið:
- Safnefni er keypt (oft eftir ábendingar safngesta)
- Eftir móttöku safnefnis þarf að athuga hvort bókasafnskerfið sé með skráningu á því (færslu)
- Efnið er skráð inn í kerfið sé færsla ekki þar fyrir
- Eintök eru tengd við skráða færsluna
- Miðar prentaðir og frágangur á eintökum (t.d. plöstun)
- Safnefnið sett í viðeigandi hillur
- Lánþegi fær lánað (oft eftir að hafa pantað það)
(og svo skilar lánþeginn auðvitað safnefninu ... en þið vitið hvað við eigum við :-) )
Mjög hentugt er að panta safnefni sem þið hafið áhuga á - kostar ekkert!