Kæru safngestir og fantasíu-elskendur! Fyrir stuttu tókum við okkur til og gerðum smávægilegar breytingar á fantasíudeildinni. Járngrindin með nýju bókunum er farin og í stað hennar og flettirekkans undir stiganum er komin þessi flotta hilla, sem Aija stendur hér við!
Umsjónarmaður fantasíudeildarinnar er Hörður Ingi Stefánsson og safngestir grípa ekki í tómt með því að rabba við hann um vísindaskáldsögur og allt það sem í deildinni finnst. Henni er í grófum dráttum skipt upp í þrjá hluta: vísindaskáldsögur, teiknimyndasögur fyrir fullorðna og svo manga-bækurnar. Vísindaskáldsögunum er raðað upp í stafrófsröð eftir nöfnum höfunda, teiknimyndasögunum flestum er raðað upp eftir seríunum (Garfield, Spider-Man, Superman ... o.s.frv.) og til hægðarauka höfum við aðgreint „erkifjendurna“ DC og Marvel. Manga-bækurnar eru svo líka í röð eftir seríu-heitum.