Umsóknarfrestur: 26.03.2025
Amtsbókasafnið á Akureyri óskar eftir að ráða bókavörð með tölvuumsjón. Vinnutími er daglega frá hádegi til klukkan 19:00 virka daga og fjórða hvern laugardag á veturna. Um ótímabundið starf er að ræða í allt að 100% starfshlutfalli. Starfið er laust nú þegar.
Amtsbókasafnið er staður sem tekur á móti 300-400 gestum daglega. Þeir eru af öllum gerðum og stærðum og starfsmenn leggja sig fram við að koma til móts við óskir þeirra og hugmyndir, hvort sem það er að lána þeim bók, blað eða bökunarform. Einnig eru allskyns klúbbar, viðburðir og sprell hluti af vinnunni.
Við erum sjálf ólík og allskonar og það gerir vinnuna okkar betri og léttari, því ef við værum öll eins, eins og hver ættum við að vera? Nú vantar okkur morgunsvæfan tölvunörd til að bætast í hópinn.
Viltu vita meira? Kíktu í rafræna heimsókn https://www.amtsbok.is
Helstu verkefni eru:
Menntunar- og/eða hæfniskröfur:
Tekið verður tillit til Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kjalar.
Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar: launadeild@akureyri.is
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hólmkell Hreinsson í síma 460-1253 og 862-6882, netfang holmkell@amtsbok.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.
Aðgengi að tölvu og aðstoð vegna umsókna stendur til boða í Þjónustuveri Akureyrarbæjar Geislagötu 9.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars 2025.