1. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef starfsmaður er í sóttkví skv. fyrirmælum læknis vegna undirliggjandi sjúkdóms sem setur hann í áhættuhóp ?
• Fjarvist telst til veikinda.
• Skila þarf inn læknisvottorði í samráði við yfirmann.
• Skráð sem veikindi í Vinnustund.
• Launagreiðslur eru skv. ákvæðum kjarasamninga um laun í veikindum.
2. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef starfsmaður er heima í sóttkví skv. eigin ákvörðun ?
• Ef starfsmaður er heima í sóttkví skv. eigin ákvörðun án þess að um sé að ræða tilmæli frá lækni, heilbrigðisyfirvöldum eða vinnuveitanda þá er fjarveran skráð í Vinnustund sem orlof eða launalaust leyfi og sett i skýringu Sóttkví skv. eigin ákvörðun.
3. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef um er að ræða staðfest COVID-19 smit hjá starfsmanni ?
• Greitt samkvæmt almennum ákvæðum veikindakafla kjarasamninga.
• Skráð sem veikindi í Vinnustund.
• Starfsmaður skilar inn læknisvottorði í samráði við yfirmann.
4. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef starfsmaður er að eigin frumkvæði í sóttkví vegna undirliggjandi veikinda maka eða aðstandanda ?
• Fjarvera frá vinnu er skráð í Vinnustund sem orlof eða launalaust leyfi.
• Stjórnendur eru hvattir til að sýna starfsfólki sveigjanleika til að skila vinnuframlagi eins og mögulegt ásamt því að stuðla að fjarvinnu þar sem færi er á.
5. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef starfsmaður er í sóttkví vegna barns með undirliggjandi sjúkdóm ?
• Um launagreiðslur fer skv. ákvæðum kjarasamninga um veikindi barna.
• Fjarvistategundin Veikindi barns skráð í Vinnustund
6. Hvernig er fyrirkomulag skráningar í Vinnustund og launagreiðslna ef starfsmaður er heima með barni sem er veikt af Covid-19 ?
• Ef barn er veikt fer um launagreiðslur skv. ákvæðum kjarasamninga um veikindi barna.
• Fjarvistategundin Veikindi barns skráð í Vinnustund.
7. Hvernig á að skrá í Vinnustund ef foreldri er frá vinnu vegna þjónustuskerðingar leikskóla, grunnskóla eða Frístundar ?
• Fjarvera frá vinnu er skráð í Vinnustund sem orlof eða launalaust leyfi.
• Stjórnendur eru hvattir til að sýna starfsfólki sveigjanleika til að skila vinnuframlagi eins og mögulegt ásamt því að stuðla að fjarvinnu þar sem færi er á.
8. Hvernig á að skrá í Vinnustund ef foreldri ákveður að vera heima með barn án þess að um sé að ræða veikindi eða undirliggjandi sjúkdóm hjá barni ?
• Fjarvera frá vinnu er skráð í Vinnustund sem orlof eða launalaust leyfi.
9. Má spyrja starfsmann hvort hann sé smitaður af COVID-19 ?
• Samkvæmt ákvæðum sóttvarnarlaga er það skylda þeirra sem sem telja sig hafa smitast af smitsjúkdómi eins og COViD-19 að upplýsa næsta yfirmann um smitið svo hægt sé að gera ráðstafanir á vinnustað til að koma í veg fyrir að aðrir sýkist.
10. Eiga starfsmenn sem að jafnaði fá greidda fatapeninga per vinnustund að fá þá greidda þegar þeir fá afhentan vinnufatnað í stað þess að sinna störfum sínum í borgaralegum fatnaði ?
• Nei, fatapeningar per klst. eru skv. kjarasamningum einungis greiddir þar sem starfsmenn sinna störfum sínum í borgaralegum fatnaði í stað þess að fá afhentan vinnufatnað.
11. Hvernig er staðið að tímaskráningu þegar um er að ræða tímabundna tilfærslu í starfi á grundvelli borgaralegrar skyldu?
• Starfsmaður stimplar sig inn með hefðbundnum hætti í vinnustund þann tíma sem tilfærsla á við um (inn- og útskráning þegar unnið er).
• Stjórnandi sem fær starfsmann til sín tímabundið hefur aðgang að tímaskráningum starfsmanns í vinnustund og ber að yfirfara, samþykkja/hafna þeim og skrá fjarvistir eftir því sem við á. Við tímafærslu er sett inn merkingin Tilfærsla.
• Stjórnandi á þeim vinnustað sem ráðningarsamningur gildir um fyllir inn það sem upp á vantar í vinnuskyldu eftir því sem við á og bunkar líkt og áður.
12. Borgaraleg skylda starfsmanna opinberra aðila að gegna störfum í þágu almannavarna á hættustundu
13. Orlofsferðir erlendis