Vegna nýrra kjarasamninga

Í desember hefur verið gengið frá fjölda kjarasamninga og enn eru tveir þeirra í kosningu.

Um mánaðarmótin var einnig gengið frá samkomulagið við aðildarfélög KÍ í kjölfar þess að ríkissáttasemjari lagði fram tillögu sem var samþykkt.

Verklagið við framkvæmd þessa er sem hér segir:

 

Ný launatafla

Í útborgun í lok desember verður greitt skv nýjum launatöflum til félagsmanna aðildarfélaga KÍ.

Á sama tíma verður greitt samkvæmt nýjum launatöflum vegna kjarasamninga sem gerðir hafa verið í desember með þeirri undantekningu að ekki verður hægt að greiða skv nýrri töflu til félagsmanna í Stéttarfélagi lögfræðinga þar sem kosning um kjarasamninginn stendur yfir til 23. desember.

Ofangreint á einnig við um fyrstu útborgun ársins til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum launum.

 

Afturvirkar leiðréttingar

Eigi síðar en í lok dags miðvikudaginn 8. janúar verða afturvirkar launabreytingar greiddar í aukaútborgun vegna desember mánaðar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan