Þegar Covid-19 byrjaði og margir fóru að vinna heima og nota Teams í sínum daglegu störfum buðu margir uppá ókeypis námskeið og ráð í forritinu. Nú hefur það því miður minnkað að um frítt efni sé að ræða en hér koma nokkrar ábendingar fyrir þá sem vilja efla sig og kynna sér forritið betur.
Aðildarfélagar í Starfsmennt geta skráð sig á námskeið um Teams og Onedrive. Sjá hér.
Tækninám býður upp á stuttan og frían námskeiðspakka um fjarvinnu í Microsoft Office 365 og þar eru nokkur kennslumyndbönd um Teams. Sjá hér. Einnig er aðgengilegt á síðu Tæknináms ráð og brellur í Office 365. Sjá hér.
Endurmenntun Háskóla Íslands er einnig með námskeið um Teams. Sjá framboð hér.
Microsoft er einnig með efni inn á sinni heimasíðu með ráðum og brellum. Svo er Youtube með heilan hafsjó af kennsluefni í Teams.
Hér fylgir með 16 flýtileiðir á lyklaborði fyrir Teams.