Grímseyjarferjan Sæfari siglir að óbreyttu, samkvæmt áætlun, á milli Dalvíkur og Grímseyjar á sunnudag. Skipið bilaði í gær og er nú í slipp á Akureyri.
Á morgun föstudaginn 23. júní hefst Sólstöðuhátíð í Grímsey en þessi árlega bæjarhátíð er haldin í tilefni af sumarsólstöðum. Grímseyingar bjóða gestum og gangandi að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Um hádegið í dag kom ferjan Sæfari til Grímseyjar fullhlaðin varningi og með um 50 farþega. Skipið hefur verið í viðhaldi á Akureyri síðan um miðjan mars og stóð til að það yrði í um 6 til 8 vikur í slipp. Þær áætlanir stóðust ekki og er ferjan nú búin að vera úr áætlun í samtals um 12 vikur.