Arctic Trip var stofnað 2015 af frumkvöðlinum Höllu Ingólfsdóttur. Halla er með um 20 ára reynslu sem leiðsögumaður á Norðurlandi með áherslu á Eyjafjarðarsvæðinu og Grímsey. Ferðaskrifstofan býður upp á fjölbreytt úrval ferða og samstarf við heimafólk á hverjum stað.
Í Sólbergi í „miðbæ“ Grímseyjar beint ofan við höfnina er handverkshús grímseyskra kvenna. Opið á ferjudögum yfir sumartímann; mánudaga, miðvikudaga og föstudaga meðan ferjan bíður. Þar er boðið upp á grímseyskt handverk og handavinnu frá fastalandinu
Gistiheimilið er við heimskautsbauginn og við hlið flugstöðvarinnar. Boðið er upp á 8 herbergi, 16 uppbúin rúm eða svefnpokapláss með eða án morgunmatar.