Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Gleðistund í Grímsey

Grímsey skartaði sínu fegursta í gær þegar heimamenn og fjöldi gesta komu saman í nýrri Miðgarðakirkju sem nú er fokheld. Þess var minnst að ár var frá því að Miðgarðakirkja, sem reist var 1867, brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum og því fagnað að ný kirkja er risin. Kvenfélagið Baugur, sem í sitja allar konur í eynni, bauð síðan til veislukaffis í félagsheimilinu Múla. Auk þess buðu forsvarsmenn hinnar nýju Grímseyjarlestar til útsýnis- og skoðunarferðar um eyjuna.
Lesa fréttina Gleðistund í Grímsey
Mynd: Hilmar Páll Jóhannesson

Nýr bátur í Grímsey

Um helgina bættist við nýr bátur í flota Grímseyjar.
Lesa fréttina Nýr bátur í Grímsey
Ný Miðgarðakirkja í sólsetrinu. Mynd: Nikolai Galitzine.

Nýja kirkjan orðin fokheld

Að reisa byggingar í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefst mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar þarf að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, s.s. möl og sand. Varðskipið Þór, skip Landhelgisgæslu Íslands, lagði upp í reglulega eftirlitsferð frá Reykjavík í síðustu viku og tók með sér stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í gærmorgun kom skipið til Grímseyjar og efnið var flutt á gúmbátum í land. Fyrr í sumar kom skipið með timbur og grjót til kirkjubyggingarinnar.
Lesa fréttina Nýja kirkjan orðin fokheld