Upplýsingar um viðburð
Stígið inn í Undraland Lísu og upplifið alvöru enskt teboð að hætti brjálaða hattarans.
Í tilefni Akureyrarvöku mun Audrey Matthews kynna enska teboðsmenningu fyrir Akureyringum á Amtsbókasafninu milli kl. 14-16, laugardaginn 31. ágúst.
Teboðið - Audrey mætir með gullfallegt 50 manna postulínstesett og býður upp á te og enskar skonsur. Í boði verða einnig vegan og glútenfríar veitingar.
Barnahornið - Fyrir börnin verður safi og bollakökur sem þau fá sjálf að skreyta.
Hattaverkstæði - Í barnahorninu verður einnig hattaverkstæði og verða veitt verðlaun fyrir flottasta hattinn.
Getraun, Hve þung er Lísu í Undralandi tertan –Gestir greiða 500 krónur fyrir að giska á þyngd tertunnar, sá sem giskar næst réttri þynd fær að eiga tertuna!
Ekkert kostar á sjálfan viðburðinn en tekið verður á móti frjálsum framlögum sem renna óskert til geðheilbrigðismála. Öllum ágóða af viðburðinum verður skipt jafnt á milli Grófarinnar Geðverndarmiðstöðvar og Lautarinnar.
ATH – enginn posi er á staðnum
Sjálfsafgreiðsla verður á bókasafninu meðan á viðburðinum stendur.
Viðburðurinn er einnig á Facebook