jan-apr

FRESTAÐ / Sögustundir á Amtsbókasafninu

FRESTAÐ / Sögustundir á Amtsbókasafninu

ATHUGIÐ! Öllum viðburðum (þar á meðal sögustundum) á safninu, verður frestað um sinn. Nánari upplýsingar síðar.

Sögustundir fara fram á fimmtudögum kl: 16.30 í barnabókadeild.
Í sögustundum eru lesnar 1-2 bækur og svo er boðið upp á létt föndur, leiki eða verkefni. Einnig eru litablöð og litir í boði.

Sögustundirnar að vori byrja fimmtudaginn 16. janúar og eru fram í apríl-maí. Hefjast svo aftur í september og eru fram að jólum.

Lestur fyrir börn hefur áhrif á lestraráhuga þeirra, eflir læsi og leggur grunn að því að börnin njóti þess að lesa sjálf síðar meir.

Verið hjartanlega velkomnin!