sep

Skiptimarkaður: frístundabúnaður barna / Swap market: Children's hobbies and sports

Skiptimarkaður: frístundabúnaður barna / Swap market: Children's hobbies and sports

English below.
-----------------------------------------
Við á Amtsbókasafninu ætlum að halda áfram með mánaðarlega skiptimarkaði í vetur. Við fengum ábendingu síðasta vetur um að hafa þá í heila viku í senn og verðum að sjálfsögðu við því. Septembermarkaðurinn verður því alla næstu viku frá 16. - 22. September 2024. Hann verður á borðum inni í kaffiteríu. Við minnum á að ekki þarf að koma með eitthvað til að taka annað og öfugt, það má koma með eitthvað án þess að taka eitthvað.

Í tilefni byrjun nýs skólaárs verður hann helgaður frístundum og íþróttum barna. Við óskum eftir hverskonar fatnaði eða búnaði sem börn nota í frístundar- og íþróttastarf. Þegar skiptimarkaði lýkur förum við með restina í Rauða krossinn.

Dæmi um hluti sem hægt er að koma með:
-Sundgleraugu
-Fimleikaföt
-Fatnaður eða annað merkt félögunum
-Fótboltaskór
-Innanhússkór
-Stuttbuxur
-Sundföt
-Skautar
-Ullarföt undir skíðaföt
-Skíðastafir
-Dansfatnaður
-o.s.frv.

-----------------------------------------

We at Amtsbókasafnið plan to continue with the monthly swap market this winter. We received a suggestion last winter to have them for a whole week at a time and of course we will stick to it. The September market will therefore take place all next week from 16 - 22 September 2024. It will be on tables inside the cafeteria. We remind you that you don't have to bring something to take something else, and vice versa, you can bring something without taking something.

On the occasion of the start of the new school year, it will be dedicated to children's hobbies and sports. We want any kind of clothing or equipment that children use for leisure and sports activities. When the swap market ends, we take the rest to the Red Cross.

Examples of items that can be brought:
-Swimming goggles
- Gymnastics clothes
-Clothing or other items marked by the members
-Football boots
- Indoor shoes
-Shorts
-Swimwear
- Skating
-Wool clothes under ski clothes
-Ski poles
-Dance clothing
- etc.