23.okt

Ritfangar - Skapandi skrif

Ritfangar - Skapandi skrif

Í vetur ætlum við að hafa opna fundi fyrir þá sem hafa áhuga á skapandi skrifum alla miðvikudaga frá 17:00-18:30.

Þá verður annar hver fundur nýttur í að gera margs konar ritæfingar og ræða ólíkar nálganir á skrif, en hinir fundirnir fara í stutta upphitun og svo þögla skrifsetu, eða svokallaðar Ritfangabúðir, þar sem hver vinnur í sínum eigin skrifum.

Fólk á öllum aldri hjartanlega velkomið þegar það kemst og skráning er óþörf.

Sesselía Ólafsdóttir heldur utan um hópinn og hún getur veitt nánari upplýsingar á netfanginu sesseliao@gmail.com

- - -

Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.