Upplýsingar um viðburð
Góðvinur bókasafna, Harry Potter, á afmæli mánudaginn 31. júlí. Kappinn verður hvorki meira né minna en 43 ára í ár!
Í tilefni þess verður allsherjar Potter-hátíð á Amtsbókasafninu.
Ratleikur á 1. hæð og í kjallara:
Getur þú fundið týnda nemendur og kennara Hogwarts?
Skrímslabókasmiðja:
Búðu til þína eigin hræðilegu skrímslabók. Ath. notast verður við límbyssur og því mælst til þess að börn sem þurfa aðstoð séu í fylgd með eldri einstaklingi sem getur aðstoðað þau.
Ljósmyndastúdíó Colin Creevey í kjallaranum:
Myndabakgrunnar og leikmunir þar sem gestir geta tekið mynd af sér í galdraheiminum.
Spurningakeppni, hversu vel þekkir þú galdraheiminn? Spurningakeppnin hefst kl. 16 og verður á útisvæðinu okkar ef veður leyfir.
Töfrum líkast:
Sýning á ýmsum munum úr galdraheiminum.
Fjölbragðabaunir, þrautir, föndur og fleira.
Gestir eru hvattir til að mæta í búningum!
Við hvetjum gesti til þess að nýta sér umhverfisvæna samgöngumáta til þess að komast á viðburðinn. Allir strætisvagnar stoppa við BSO í 300 metra fjarlægð frá safninu. Á koterskortinu má sjá hve langan tíma það tekur að ganga og hjóla til okkar: https://korter.vistorka.is/#/