Upplýsingar um viðburð
Í tilefni af Plastlausum september vill Amtsbókasafnið hvetja Akureyringa - og auðvitað öll - til að grípa sér plokktöng og plokka í kringum sig.
Það plast sem er ekki flokkað (sem er illskást) eða hent í ruslið (sem er vissulega skárra en að það endi úti í náttúrunni) fýkur yfirleitt á endanum út í haf, þar sem það getur haft virkilega slæm áhrif sjávarlífið.
Hversu áhugavert rusl getur þú plokkað? Notaðu myllumerkið #samplokk.
Vissir þú að það er hægt að fá lánaðar plokktangir á Amtsbókasafninu?