Upplýsingar um viðburð
Á þessum viðburði mun Helga Hilmisdóttir, sviðsstjóri íslenskusviðs Árnastofnunar, fjalla um orðabækur og gagnasöfn á vegum stofnunarinnar.
Hvaða orðabækur eru aðgengilegar á vefnum og hvar finn ég þær? Af hverju er stofnunin með svona margar orðabækur og hver er munurinn á þeim? Eru fleiri orðabækur á leiðinni? Hvað vantar?
Kennarar, nemendur og allt áhugafólk um íslenska tungu er hvatt til þess að koma og ræða málin.